25.3.2007 | 21:19
Kraftur frá Efri-Þverá
Kraftur kom fyrst fram á kynbótasýningunni í Glaðheimum vorið 2006. Hann vakti mikla athygli og eftirtekt því ekki átti fólk von á því að þessi hestur myndi koma svona sterkur inn. Hann stóð efstur eftir sýninguna í Kópavoginum og sló 4. ára gamalt heimsmet sem Illingur frá Tóftum átti áður.
Kraftur kom hæstur inn í 4. vetra flokki stóðhesta á Landsmótið á Vindheimamelum sumarið 2006. Kraftur sannaði ágæti sín á mótinu með því sigra 4. vetra flokk stóðhesta og staðfesta einkunnina sem hann fékk í Kópavoginum. Hann kom, sá og sigraði.
Hestar | Breytt 27.3.2007 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)