Kraftur í læknismeðferð

Kraftur er kominn í bæinn og er undir smásjá dýralækna. Hann fékk högg á vinstri framfót í síðustu viku en ástandið var ekki metið alvarlegt af dýralækni í upphafi. Honum hefur hinsvegar versna með hverjum deginum og var svo sóttur í gær og er nú í Gusti.

Kraftur fór í röntgenmyndatöku í morgun þar sem kom í ljós að hann er með beinhimnubólgu sem þarf að meðhöndla og er óvíst hvenær má ríða honum en fyrst um sinn má hann ekkert hreyfa sig, ekki einusinni fara út í gerði. Búið er að binda um fótinn og gefa honum þau lyf sem hann þarf til að ná bata. Kraftur verður skoðaður aftur í miðri næstu viku og verður þá tekin ákvörðun um hver næstu skref verða.


Fyrsta folald sumarsins

Kastar 6Þann 30. apríl kastaði Randalín frá Bergstöðum fyrsta folaldi sumarsins undan Krafti frá Efri-Þverá. Þetta er myndarlegt hestfolald. Svo heppilega vildi til að Einar Ásgeir var á staðnum, dró upp myndavélina og náði að taka myndir af herlegheitunum. Held að myndirnar tali sínu máli en við viljum óska Guðbjörgu og Heiðu, eigendum folaldsins, til hamingju með þennan glæsilega grip. 


Agnar og Kraftur í lok Apríl

27. apríl 2008Kíktum á kappann hjá Agnari síðastliðna helgi og Agnar hoppaði á bak fyrir okkur. Að vanda var myndavélinni kippt með og tækifærið því notað til að smella af. Hesturinn var í ágætis stuði og Agnar reið honum fram og til baka fyrir okkur á veginum við Staðarhús. Eftir herlegheitin var Krafti stillt upp og gerð var heiðarleg tilraun til að taka myndir af honum án hnakks og knapa, en slík mynd var ekki til. Myndin var tekin upp í sólina og því kemur asnalegur glampi á hestinn og faxið er allt hinumegin því ekki er búið að skipta því en það verður gert fyrir sýninguna í vor.  

Þið getið kíkt í myndaalbúmið og skoðað myndir helgarinnar.


LH hestar 15. apríl 2008

lhhestar 15. apríl 2008

Orkubolti undan Krafti

OrkaVorum að skoða veraldarvefinn og rákumst þá á myndir af þessu flotta Kraftsafkvæmi sem voru teknar nú í mars. Þau Valdimar og Silja eiga merina sem heitir Sólarorka. Við höfðum samband við Valdimar og hann ætlar að senda okkur fleiri myndir af henni, en við munum setja þær hér inn þegar þær berast okkur. Held að myndirnar tala sínu máli en hægt er að kíkja á síðuna sem við fundum þær á hér.


Páskahelgin

Páskar mynd 7Við skötuhjú förum og kíktum á Kraft okkar um Páskana. Agnar var bara sérstaklega kátur með klárinn og sagði að það mætti búast við miklu í vor.

Mars mynd 2Hestinum var riðið fyrir okkur og er ekki hægt að segja annað en að hann sé að koma verulega vel undan vetri. Við tókum nokkrar myndir og skellum þeim inn í myndabankann sem og tveim myndum sem Birna tók í byrjun mars. Af myndunum að dæma er hesturinn alltaf að bæta sig.


Upphaf vetrar

kraftur2Nú er Kraftur kominn í Borgarfjörðinn til Agnars sem hefur aðsetur á Staðarhúsum. Hesturinn kom ágætlega undan haustinu, alveg laus við hnjúska og í góðum holdum.  

Agnar verður með hestinn í vetur í trimmi en stefnan er sett á 6 vetra flokkinn á Landsmóti næstkomandi sumar.  


Gott sumar!

Kraftur er núna fyrir austan á Egilstöðum að sinna merum í seinna gangmáli. Hann hefur haft í nógu að snúast við að sinna hryssum, en heildarfjöldi mera sem heimsóttu hann í sumar er um 70 talsins. 
 

Kraftur húsmál

Sumarið hjá Krafti hófst í Dalasýslunni hjá Hrossaræktarsambandi Dalamanna. Ákveðið var að búa til hefðbundið gangmál úr húsgangmálinu og sleppa hestinum í girðingu með merunum frekar en að handleiða undir hann. Hesturinn var tekinn úr girðingunni eftir mánuð og voru hryssurnar svo sónaðar 15 dögum síðar. Fyljunarprósentan var 95%.

 

Fyrra gangmál var svo hjá Hrossarætarsambandi vestur Húnavatnssýslu og fór Kraftur þangað 24. júní. Þar biðu eftir honum 32 hryssur spenntar að sjá kallinn. Eftir 35 daga var hann tekinn úr hólfinu og hann keyrður austur á Egilstaði þar sem hann sinnir merum hjá Hrossarætkarsambandi Austurlands.

 

Sónað var 15 dögum eftir að fyrra gangmáli lauk og var fyljunarprósentan 85%. Ekki er vitað hvernig austurlandið kemur út en við bindum vonir við að fyljunin verði jafn góð og hún hefur verið sem af er sumri.

 

Kraftur fer á næstu dögum norður á Stóru-Ásgeirsá þar sem hann var í góðu yfirlæti sem trippi, en þar mun hann vera í haustbeit og safna orku fyrir veturinn. Áætlað er að taka Kraft inn í desember/janúar og trimma hann í vetur og ef allt gengur upp fara með hann á Landsmótið á Hellu sumarið 2008.

 

Endilega skrifið í gestabókina okkar. Alltaf gaman að fá kveðjur.


Fyrsti árgangurinn undan Krafti

Það eru spennandi tímar hjá okkur Krafts eigendum núna því fyrstu folöldin undan klárnum eru að fæðast. Kraftur sinnti merum í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Hann var á Efra-Seli eftir Landsmótið og var fyljunin 90%.  

Nokkur folöld eru þegar fædd og höfum við verið að reyna að safna myndum af þeim. Svo virðist sem Kraftur sé að skila þessum fallega vel setta hálsi sínum til afkvæmanna. Á næstu dögum munum við setja inn myndir af öllum Krafts börnum sem við komumst yfir.

Rauður tvístjörnóttur hestur


Annasamir tímar hjá Krafti

Jæja nú er komin tími til að skrifa færslu. Það er búin að vera strembin dagskrá hjá Krafti undanfarið. Kraftur kom í Kópavoginn í janúar og var Siggi með hann sjálfur fram til mars, en þá tók Agnar við honum í 2 vikur. Agnar fór með hestinn á Stjörnutölt á Akureyri en sýningin gekk alveg glimrandi vel og okkur bárust margar hamingjuóskir. Hægt er að sjá video af sýningunni inn á vef hestafrétta (þriðji hestur, eftir 1/3 af myndbandinu) og nokkrar myndir eru í myndaalbúminu. Klárinn kom svo heim í Kópavoginn og var þar í góðu yfirlæti og í léttu trimmi hjá Sigga fram á vor.   

Í sumar eru nokkur hrossaræktasambönd búin að leigja hann af okkur og verða með hann á sínum snærum. Kraftur byrjaði hjá Dalamönnum, síðan fór hann í Vestur-Húnavatnssýsluna og endar svo á Austurlandi. Þann 17. maí var stóra stundin runnin upp, hesturinn var settur upp á kerru og brunað var með hann vestur í Búðardal því þar biðu 18 fagrar hryssur eftir honum í húsgangmáli. Krafti var sleppt í hólfið laugardaginn 19. maí en girðingin var stór og góð og ekki hægt að kvarta yfir útsýninu því þarna sást yfir allan Breiðafjörð og alveg yfir á Snæfellsnes. Í hólfinu var litríkur hópur en vonandi kemur eitthvað lítríkt út úr því.

Kraftur sinnti sínu verkefni víst vel í Dalasýslunni en þann 24. júní var honum sleppt í hryssur í Húnavatnssýslunni nánar tiltekið á Gauksmýri. Þegar hann mætti á svæðið biðu 32 litríkar hryssur eftir kallinum og fjöldinn allur af folöldum. Girðingin er stór og góð en hún liggur við þjóðveginn. 

Það er fjarri því að sumarið sé búið hjá Krafti. Eftir að hafa sinnt merum í Húnavatnssýslunni fram í mánaðarmótin júlí/ágúst, liggur þá leið hans austur á firði því HRAUST hefur tekið hann á leigu í seinna gangmál. 

Kraftur fer norður eftir annasamt sumar og fer á Stóru-Ásgeirsá, en þar var hann í góðu yfirlæti sem tryppi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband