Folatollur og folöld

Folöldin undan Krafti eru byrjuð að líta dagsins ljós. Erum búin að fá nokkrar myndir af folöldum undan Krafti sem voru að fæðast í vikunni. Setjum inn fleiri myndir við fyrsta tækifæri. Ef þið eigið myndir af afkvæmum og viljið deila þeim með okkur endilega sendið okkur svo við getum sett myndirnar hér inn.

birtufolald.jpg

Ef áhugi er fyrir því að nota klárinn þá er hægt að hafa samband við okkur eða beint við Hrossvest.is eða fet.is. Kraftur verður í fyrra gangmáli hjá Hrossaræktarsambandi Vesturlands en fer svo á Fet í seinna gangmáli. Klárinn er núna á Lækjarmóti og er fullt undir hann á húsi.  Verð á folatolli undir Kraft er 80 þúsund með öllu (sónar, girðingargjaldi og vsk inniföldu).

Hér er mynd af folaldi sem var kastað í morgun. Merin heitir Birta og er frá Bergstöðum. Folaldið er þarna nokkra klukkutíma gamalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband