28.5.2009 | 21:35
Kraftur á Miðfossum
Kraftur fór í kynbótasýningu mánudaginn 25. maí sem haldin var á Miðfossum í Borgarfyrðinum. Sýningin gekk vel, hesturinn fékk 8,5 fyrir hægt tölt og 8 fyrir tölt. Hann er með 9 fyrir brokk en skv. dómsorðum er brokkið "taktgott, skrefmikið og há fótlyfta". Skeiðið er 8,5, "mikil fótahreyfing og skrefmikið". Hann fékk 8,5 fyrir vilja & geðslag og fegurð í reið "ásækni og mikill fótaburður".
Kraftur fékk 8,5 fyrir samræmi en það fær dómsorðin "hlutfallarétt" og hann fær fyrir háls/herðar/bógar 8,5 "mjúkur og háar herðar". Það ótrúlega gerðist að hesturinn hækkaði um 4 cm frá því í fyrra, úr 143 cm í 147 cm.
Kraftur kom út með 8,36 fyrir hæfileika og 8,22 fyrir byggingu. Aðaleinkun 8,31.
Hægt er að sjá myndir frá sýningunni í myndaalbúminu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.