22.5.2009 | 15:36
Kynbótasýning
Nú liggur það fyrir, Kraftur fer í dóm næstkomandi mánudag á Miðfossum í Borgarfirðinum. Ísó kemur með hestinn í bæinn um helgina og ætlar að sýna honum staðhætti. Það vill svo til að það var einmitt í Borgarfirðinum sem Kraftur slasaðist síðastliðið vor og gekk því ekki heill til skógar þegar hann var sýndur. Sárin hafa gróið og hann snýr nú til baka öflugri en áður til að sýna og sanna það sem í honum býr.
Við höldum okkur fast og vonum það allra besta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.