Kraftur og Ísó á Hólum

IMG 3439Við áttum leið norður um helgina og notuðum tækifærið og kíktum á Kraft hjá Ísó. Við komum að Hólum fyrir hádegi og lagði Ísó á fyrir okkur og sýndi klárinn. Því miður var ég ekki með almennilega myndavél en ég tók nokkra Video búta af klárunum sem vonandi sýna gróflega það sem við sáum.

Ísó og KrafturKraftur hefur verið óvenju samvinnufús og jákvæður hjá Ísó og fílar Hólareiðmennskuna í botn. Þeir félagar eru orðnir mestu mátar og leggja sig báðir alla fram við að læra hvor af öðrum og ná því hámarks árangri í hvert sinn sem lagt er af stað frá húsi.

 

Endilega kíkið á myndböndin með því að smella á gangtegundirnar:

Skeið, Tölt, Brokk og Brokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið helvíti er hann flottur.

ekki amalegt að láta skeiða svona undir sér.

kf

kf (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband