11.4.2009 | 22:29
Folöld undan Krafti
Við fengum senda myndir af Kraftsdóttur sem Magnús Bragi Magnússon og Elisabeth Jansen eiga. Hún heitir Diva frá Íbishóli og er undan Krafti og Ósk frá Íbishóli, en Ósk fór í 8,77 fyrir kosti árið 2003 og var sýnd af eigandanum, Magnúsi Braga.
Þetta er snotur hryssa og þökkum við þeim Betu og Magga fyrir að lofa okkur að setja myndir af henni hér inn. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig mun ganga með Divu þegar farið verður að eiga við hana. Það má sjá myndirnar og fleira um ræktunina á Íbishóli á heimasíðu þeirra: http://www.horse.is/ibisholl
Til lukku með þessa fallegu meri.
Ef þið lumið á myndum af afkvæmum undan Krafti langar okkur ofsalega að fá að sjá myndirnar og heyra hvernig gengur. Endilega sendið okkur línu á fitonskraftur@gmail.com.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.