14.4.2009 | 22:04
Einstakt geðslag
Við fengum senda mynd af Kraftsdóttur sem Þórir Ásmundsson úr Keflavík á. Merin heitir Yrpa og er frá Heiðarbrún undan Krafti og Flugu frá Heiðarbrún. Merin er rauðjörp stjörnótt og frá 2008 árganginum. Yrpa virðist erfa yfirvegunina sem Kraftur hefur því hún tekur öllu með einstakri ró og hræðist hvorki menn né aðra hesta.
Til lukku með þessa fallegu meri.
Ef þið lumið á myndum af afkvæmum undan Krafti langar okkur ofsalega að fá að sjá myndirnar og heyra hvernig gengur. Endilega sendið okkur línu á fitonskraftur@gmail.com.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.