16.1.2009 | 21:44
Kraftur á Hólum
Margt hefur á gerst hjá Krafti frá því að síðasta færsla var skrifuð. Kraftur var í Kálfholti í sumar og sinnti þar merum af miklum áhuga. Hann kom út eftir sumarið með um 90% fyljunarhlutfall.
Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari á Hólum hefur tekið við þjálfuninni á honum og fór Kraftur norður til Ísólfs í október. Þjálfunin gengur nokkuð vel. Meiðslin frá því í sumar virðast ekki ætla að hrjá Kraft þó enn eigi eftir að reyna betur á það. Meira um það síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.