Krafti sleppt út

Nú er Kraftur kominn í merar í Kálfholti. Merarnar komu saman um helgina og var hestinum sleppt inn til þeirra í morgun. Hann var ánægður að komast í grænt gras og er vonast til að hann nái sér að fullu í sumar. Hann verður þó undir eftirliti dýralæknis og fylgst með hvort hann haldi ekki áfram á batavegi. Enn er vinstri leggurinn bólginn við sin og kennir Krafti til þegar þrýst er á. Hann er þó ekki haltur.

Hesturinn verður í Kálfholti í allt sumar. Sónað verðru frá honum um miðjan júlí og þá er möguleiki að koma með meri undir hann. Ef áhugi er fyrir hendi er best að hringja í Sigga í síma 863-0603.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband