10.6.2008 | 23:37
Kraftur kemur ekki fram í sumar
Eftir að hafa verið undir smásjá dýralækna er það orðið ljóst að Kraftur er ekki orðinn næginlega heill til að koma fram í sumar. Beinhimnubólgan er enn til staðar, vinstri framfótur er töluvert bólginn og kennir hann til. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að sleppa Krafti í merar en vonandi verður það innan tíðar.
Verið er að hafa samband við þá aðila sem hafa pantað undir hestinn en ef þið viljið fá frekari fréttir af gangi mála getið þið hringt í Sigga 863-0603 eða sent tölvupóst fitonskraftur@gmail.com. Verðið á folatollinum er það sama og í fyrra, 75 þúsund með öllu inniföldu.
Hafið það gott og gleðilegt Landsmót.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.