28.5.2008 | 15:17
Kraftur í læknismeðferð
Kraftur er kominn í bæinn og er undir smásjá dýralækna. Hann fékk högg á vinstri framfót í síðustu viku en ástandið var ekki metið alvarlegt af dýralækni í upphafi. Honum hefur hinsvegar versna með hverjum deginum og var svo sóttur í gær og er nú í Gusti.
Kraftur fór í röntgenmyndatöku í morgun þar sem kom í ljós að hann er með beinhimnubólgu sem þarf að meðhöndla og er óvíst hvenær má ríða honum en fyrst um sinn má hann ekkert hreyfa sig, ekki einusinni fara út í gerði. Búið er að binda um fótinn og gefa honum þau lyf sem hann þarf til að ná bata. Kraftur verður skoðaður aftur í miðri næstu viku og verður þá tekin ákvörðun um hver næstu skref verða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.