5.5.2008 | 21:47
Fyrsta folald sumarsins
Þann 30. apríl kastaði Randalín frá Bergstöðum fyrsta folaldi sumarsins undan Krafti frá Efri-Þverá. Þetta er myndarlegt hestfolald. Svo heppilega vildi til að Einar Ásgeir var á staðnum, dró upp myndavélina og náði að taka myndir af herlegheitunum. Held að myndirnar tali sínu máli en við viljum óska Guðbjörgu og Heiðu, eigendum folaldsins, til hamingju með þennan glæsilega grip.
Athugasemdir
Ofsa flottar myndir - og flottur hestur
áhugamaður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.