5.5.2008 | 00:05
Agnar og Kraftur í lok Apríl
Kíktum á kappann hjá Agnari síðastliðna helgi og Agnar hoppaði á bak fyrir okkur. Að vanda var myndavélinni kippt með og tækifærið því notað til að smella af. Hesturinn var í ágætis stuði og Agnar reið honum fram og til baka fyrir okkur á veginum við Staðarhús. Eftir herlegheitin var Krafti stillt upp og gerð var heiðarleg tilraun til að taka myndir af honum án hnakks og knapa, en slík mynd var ekki til. Myndin var tekin upp í sólina og því kemur asnalegur glampi á hestinn og faxið er allt hinumegin því ekki er búið að skipta því en það verður gert fyrir sýninguna í vor.
Þið getið kíkt í myndaalbúmið og skoðað myndir helgarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.