Gott sumar!

Kraftur er núna fyrir austan á Egilstöðum að sinna merum í seinna gangmáli. Hann hefur haft í nógu að snúast við að sinna hryssum, en heildarfjöldi mera sem heimsóttu hann í sumar er um 70 talsins. 
 

Kraftur húsmál

Sumarið hjá Krafti hófst í Dalasýslunni hjá Hrossaræktarsambandi Dalamanna. Ákveðið var að búa til hefðbundið gangmál úr húsgangmálinu og sleppa hestinum í girðingu með merunum frekar en að handleiða undir hann. Hesturinn var tekinn úr girðingunni eftir mánuð og voru hryssurnar svo sónaðar 15 dögum síðar. Fyljunarprósentan var 95%.

 

Fyrra gangmál var svo hjá Hrossarætarsambandi vestur Húnavatnssýslu og fór Kraftur þangað 24. júní. Þar biðu eftir honum 32 hryssur spenntar að sjá kallinn. Eftir 35 daga var hann tekinn úr hólfinu og hann keyrður austur á Egilstaði þar sem hann sinnir merum hjá Hrossarætkarsambandi Austurlands.

 

Sónað var 15 dögum eftir að fyrra gangmáli lauk og var fyljunarprósentan 85%. Ekki er vitað hvernig austurlandið kemur út en við bindum vonir við að fyljunin verði jafn góð og hún hefur verið sem af er sumri.

 

Kraftur fer á næstu dögum norður á Stóru-Ásgeirsá þar sem hann var í góðu yfirlæti sem trippi, en þar mun hann vera í haustbeit og safna orku fyrir veturinn. Áætlað er að taka Kraft inn í desember/janúar og trimma hann í vetur og ef allt gengur upp fara með hann á Landsmótið á Hellu sumarið 2008.

 

Endilega skrifið í gestabókina okkar. Alltaf gaman að fá kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband