4.7.2007 | 20:27
Fyrsti árgangurinn undan Krafti
Það eru spennandi tímar hjá okkur Krafts eigendum núna því fyrstu folöldin undan klárnum eru að fæðast. Kraftur sinnti merum í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Hann var á Efra-Seli eftir Landsmótið og var fyljunin 90%.
Nokkur folöld eru þegar fædd og höfum við verið að reyna að safna myndum af þeim. Svo virðist sem Kraftur sé að skila þessum fallega vel setta hálsi sínum til afkvæmanna. Á næstu dögum munum við setja inn myndir af öllum Krafts börnum sem við komumst yfir.
Meginflokkur: Hestar | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt 13.7.2007 kl. 12:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.