Annasamir tímar hjá Krafti

Jæja nú er komin tími til að skrifa færslu. Það er búin að vera strembin dagskrá hjá Krafti undanfarið. Kraftur kom í Kópavoginn í janúar og var Siggi með hann sjálfur fram til mars, en þá tók Agnar við honum í 2 vikur. Agnar fór með hestinn á Stjörnutölt á Akureyri en sýningin gekk alveg glimrandi vel og okkur bárust margar hamingjuóskir. Hægt er að sjá video af sýningunni inn á vef hestafrétta (þriðji hestur, eftir 1/3 af myndbandinu) og nokkrar myndir eru í myndaalbúminu. Klárinn kom svo heim í Kópavoginn og var þar í góðu yfirlæti og í léttu trimmi hjá Sigga fram á vor.   

Í sumar eru nokkur hrossaræktasambönd búin að leigja hann af okkur og verða með hann á sínum snærum. Kraftur byrjaði hjá Dalamönnum, síðan fór hann í Vestur-Húnavatnssýsluna og endar svo á Austurlandi. Þann 17. maí var stóra stundin runnin upp, hesturinn var settur upp á kerru og brunað var með hann vestur í Búðardal því þar biðu 18 fagrar hryssur eftir honum í húsgangmáli. Krafti var sleppt í hólfið laugardaginn 19. maí en girðingin var stór og góð og ekki hægt að kvarta yfir útsýninu því þarna sást yfir allan Breiðafjörð og alveg yfir á Snæfellsnes. Í hólfinu var litríkur hópur en vonandi kemur eitthvað lítríkt út úr því.

Kraftur sinnti sínu verkefni víst vel í Dalasýslunni en þann 24. júní var honum sleppt í hryssur í Húnavatnssýslunni nánar tiltekið á Gauksmýri. Þegar hann mætti á svæðið biðu 32 litríkar hryssur eftir kallinum og fjöldinn allur af folöldum. Girðingin er stór og góð en hún liggur við þjóðveginn. 

Það er fjarri því að sumarið sé búið hjá Krafti. Eftir að hafa sinnt merum í Húnavatnssýslunni fram í mánaðarmótin júlí/ágúst, liggur þá leið hans austur á firði því HRAUST hefur tekið hann á leigu í seinna gangmál. 

Kraftur fer norður eftir annasamt sumar og fer á Stóru-Ásgeirsá, en þar var hann í góðu yfirlæti sem tryppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband