21.2.2010 | 09:50
Heimsóttum Kraft
Fórum í Skagafjörðinn í lok janúar og kíktum á Kraft, Ísó og fjölskyldu. Fengum að sjá Kraft í reið, fyrst í höllinni en svo náðum við að plata Ísólf og Kraft út. Hesturinn er í flottu standi og þjálfunin gengur ofsalega vel. Fengum svo kaffi hjá þeim hjónum og borðuðum á okkur gat fyrir heimferð. Settum loksins inn myndirnar fá heimsókninni. Annars er hægt að sjá fleiri myndir á heimasíðu Lækjamóta í fréttum frá því í janúar, laekjamot.is.
Stefnt er á að Kraftur og Ísólfur fari saman á Bautatöltið á Akureyri 20. febrúar næskomandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.