Færsluflokkur: Hestar
11.5.2009 | 22:54
Heimsókn á Efri-Þverá
Fórum norður að kíkja á tryppin okkar. Hér koma myndir af þrem tryppum sem við eigum sem voru að verða tveggja vetra undan Krafti. Þetta er fyrsti árgangurinn undan honum, fædd 2007. Því miður eigum við ekkert veturgamalt undan honum þar sem eina folaldið drafst í köstun.
Þetta er Tími frá Efri-Þverá, rauðtvístjörnóttur foli, óvenju hár og léttur. Hann er undan rauðskjóttri fyrstuverðlauna meri og Krafti. Til hægri má sjá systur hans, Meyju en hún er líka undan Krafti og er jafn gömul
Brúna hryssan er Fágun frá Efri-Þverá. Fágun er undan Krafti og Hrafnör sem er Gustdóttir frá Grund.
Meyja er brúnblesótt meri undan Byrjun frá Kópavogi og Krafti.
Ef þið eigið myndir af tryppum eða folöldum undan Krafti og viljið deila þeim með okkur. Endilega sendið okkur línu :)
Hestar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 22:04
Einstakt geðslag
Við fengum senda mynd af Kraftsdóttur sem Þórir Ásmundsson úr Keflavík á. Merin heitir Yrpa og er frá Heiðarbrún undan Krafti og Flugu frá Heiðarbrún. Merin er rauðjörp stjörnótt og frá 2008 árganginum. Yrpa virðist erfa yfirvegunina sem Kraftur hefur því hún tekur öllu með einstakri ró og hræðist hvorki menn né aðra hesta.
Til lukku með þessa fallegu meri.
Ef þið lumið á myndum af afkvæmum undan Krafti langar okkur ofsalega að fá að sjá myndirnar og heyra hvernig gengur. Endilega sendið okkur línu á fitonskraftur@gmail.com.
Hestar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 22:29
Folöld undan Krafti
Við fengum senda myndir af Kraftsdóttur sem Magnús Bragi Magnússon og Elisabeth Jansen eiga. Hún heitir Diva frá Íbishóli og er undan Krafti og Ósk frá Íbishóli, en Ósk fór í 8,77 fyrir kosti árið 2003 og var sýnd af eigandanum, Magnúsi Braga.
Þetta er snotur hryssa og þökkum við þeim Betu og Magga fyrir að lofa okkur að setja myndir af henni hér inn. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig mun ganga með Divu þegar farið verður að eiga við hana. Það má sjá myndirnar og fleira um ræktunina á Íbishóli á heimasíðu þeirra: http://www.horse.is/ibisholl
Til lukku með þessa fallegu meri.
Ef þið lumið á myndum af afkvæmum undan Krafti langar okkur ofsalega að fá að sjá myndirnar og heyra hvernig gengur. Endilega sendið okkur línu á fitonskraftur@gmail.com.
Hestar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 00:13
Dymbilvikusýning í Gusti
Kraftur var leynigesturinn á Dymbilvikusýningu Gusts í kvöld. Ánægjulegt var að geta mætt með Kraft á heimavöll í Gusti. Ísólfur og hann sýndu frábæra sýningu og stóðu þeir félagar sig með sóma. Reiðmenskan var í hæðsta gæðaflokki. Um leið og við verðum búin að átta okkur á hvernig við færum myndbandið yfir í tölvu þá setjum við video af sýningunni hér inn.
Gleðilega páska.
Hestar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 08:37
Sumarið
Nú liggur það endanlega fyrir hvar Kraftur verður í sumar.
Hann verður á Hólum hjá Ísólfi í húsgangmáli. Eftir það fer hann til Hrossaræktarsamtök vesturlands í fyrra gangmál. Síðan er ferðinni heitið á Fet þar sem hann mun sinna hryssum frá mánaðarmótunum júlí Ágúst og fram á haustið.
Meira um þetta síðar.
Hestar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 22:00
Janúarmyndir
Kraftur er á góðu róli hjá Ísó fyrir norðan. Hann er mjög ánægður með Kraft og virðist hesturinn vaxa með hverri vikunni. Ísó tók eftir því að Kraftur var að hlífa sér upp á aðra höndina og fékk því Súsí dýralækni til að kíkja á hann. Súsí skoðaði hann og sagði hann hann væri töluvert fastur. Hún tók hann því í meðferð og liðkaði hann og lagaði.
Fengum sendar myndir af Krafti í janúar en okkur láðist að setja þær hérna inn. Því koma þær nú 2 mánuðum seinna.
Stefnum á að fara og kíkja á Kraft í lok mars og vonandi taka þá fleiri myndir
Hestar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 21:44
Kraftur á Hólum
Margt hefur á gerst hjá Krafti frá því að síðasta færsla var skrifuð. Kraftur var í Kálfholti í sumar og sinnti þar merum af miklum áhuga. Hann kom út eftir sumarið með um 90% fyljunarhlutfall.
Ísólfur Líndal Þórisson reiðkennari á Hólum hefur tekið við þjálfuninni á honum og fór Kraftur norður til Ísólfs í október. Þjálfunin gengur nokkuð vel. Meiðslin frá því í sumar virðast ekki ætla að hrjá Kraft þó enn eigi eftir að reyna betur á það. Meira um það síðar.
Hestar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 14:37
Krafti sleppt út
Nú er Kraftur kominn í merar í Kálfholti. Merarnar komu saman um helgina og var hestinum sleppt inn til þeirra í morgun. Hann var ánægður að komast í grænt gras og er vonast til að hann nái sér að fullu í sumar. Hann verður þó undir eftirliti dýralæknis og fylgst með hvort hann haldi ekki áfram á batavegi. Enn er vinstri leggurinn bólginn við sin og kennir Krafti til þegar þrýst er á. Hann er þó ekki haltur.
Hesturinn verður í Kálfholti í allt sumar. Sónað verðru frá honum um miðjan júlí og þá er möguleiki að koma með meri undir hann. Ef áhugi er fyrir hendi er best að hringja í Sigga í síma 863-0603.
Hestar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 23:37
Kraftur kemur ekki fram í sumar
Eftir að hafa verið undir smásjá dýralækna er það orðið ljóst að Kraftur er ekki orðinn næginlega heill til að koma fram í sumar. Beinhimnubólgan er enn til staðar, vinstri framfótur er töluvert bólginn og kennir hann til. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að sleppa Krafti í merar en vonandi verður það innan tíðar.
Verið er að hafa samband við þá aðila sem hafa pantað undir hestinn en ef þið viljið fá frekari fréttir af gangi mála getið þið hringt í Sigga 863-0603 eða sent tölvupóst fitonskraftur@gmail.com. Verðið á folatollinum er það sama og í fyrra, 75 þúsund með öllu inniföldu.
Hafið það gott og gleðilegt Landsmót.
Hestar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 21:47
Fyrsta folald sumarsins
Þann 30. apríl kastaði Randalín frá Bergstöðum fyrsta folaldi sumarsins undan Krafti frá Efri-Þverá. Þetta er myndarlegt hestfolald. Svo heppilega vildi til að Einar Ásgeir var á staðnum, dró upp myndavélina og náði að taka myndir af herlegheitunum. Held að myndirnar tali sínu máli en við viljum óska Guðbjörgu og Heiðu, eigendum folaldsins, til hamingju með þennan glæsilega grip.
Hestar | Breytt 13.5.2008 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)