Færsluflokkur: Íþróttir
17.1.2012 | 00:17
Ný heimasíða
Tekin var ákvörðun að setja saman heimasíðu fyrir alla ræktunina á Efri-Þverá og hætta þá með síðuna hans Krafts. Endilega skoðið nýju síðuna okkar, www.efritvera.is og fáið nýjustu fréttirnar af Krafti og öllum hinum hrossunum sem koma úr okkar ræktun.
Við erum einnig búin að setja upp Facebook síðu fyrir Hrossaræktina á Efri-Þverá. Við hvetjum allt hestafólk til að fylgjast með okkur á Facebook en þar verða settar inn tilkynningar um nýjar fréttir á heimasíðunni og málefni líðandi stundar. Smelltu hér til að fara inn á Facebook síðuna okkar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 15:17
Kraftur í læknismeðferð
Kraftur er kominn í bæinn og er undir smásjá dýralækna. Hann fékk högg á vinstri framfót í síðustu viku en ástandið var ekki metið alvarlegt af dýralækni í upphafi. Honum hefur hinsvegar versna með hverjum deginum og var svo sóttur í gær og er nú í Gusti.
Kraftur fór í röntgenmyndatöku í morgun þar sem kom í ljós að hann er með beinhimnubólgu sem þarf að meðhöndla og er óvíst hvenær má ríða honum en fyrst um sinn má hann ekkert hreyfa sig, ekki einusinni fara út í gerði. Búið er að binda um fótinn og gefa honum þau lyf sem hann þarf til að ná bata. Kraftur verður skoðaður aftur í miðri næstu viku og verður þá tekin ákvörðun um hver næstu skref verða.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 20:27
Fyrsti árgangurinn undan Krafti
Það eru spennandi tímar hjá okkur Krafts eigendum núna því fyrstu folöldin undan klárnum eru að fæðast. Kraftur sinnti merum í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Hann var á Efra-Seli eftir Landsmótið og var fyljunin 90%.
Nokkur folöld eru þegar fædd og höfum við verið að reyna að safna myndum af þeim. Svo virðist sem Kraftur sé að skila þessum fallega vel setta hálsi sínum til afkvæmanna. Á næstu dögum munum við setja inn myndir af öllum Krafts börnum sem við komumst yfir.
Íþróttir | Breytt 13.7.2007 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 20:24
Annasamir tímar hjá Krafti
Jæja nú er komin tími til að skrifa færslu. Það er búin að vera strembin dagskrá hjá Krafti undanfarið. Kraftur kom í Kópavoginn í janúar og var Siggi með hann sjálfur fram til mars, en þá tók Agnar við honum í 2 vikur. Agnar fór með hestinn á Stjörnutölt á Akureyri en sýningin gekk alveg glimrandi vel og okkur bárust margar hamingjuóskir. Hægt er að sjá video af sýningunni inn á vef hestafrétta (þriðji hestur, eftir 1/3 af myndbandinu) og nokkrar myndir eru í myndaalbúminu. Klárinn kom svo heim í Kópavoginn og var þar í góðu yfirlæti og í léttu trimmi hjá Sigga fram á vor.
Í sumar eru nokkur hrossaræktasambönd búin að leigja hann af okkur og verða með hann á sínum snærum. Kraftur byrjaði hjá Dalamönnum, síðan fór hann í Vestur-Húnavatnssýsluna og endar svo á Austurlandi. Þann 17. maí var stóra stundin runnin upp, hesturinn var settur upp á kerru og brunað var með hann vestur í Búðardal því þar biðu 18 fagrar hryssur eftir honum í húsgangmáli. Krafti var sleppt í hólfið laugardaginn 19. maí en girðingin var stór og góð og ekki hægt að kvarta yfir útsýninu því þarna sást yfir allan Breiðafjörð og alveg yfir á Snæfellsnes. Í hólfinu var litríkur hópur en vonandi kemur eitthvað lítríkt út úr því.
Kraftur sinnti sínu verkefni víst vel í Dalasýslunni en þann 24. júní var honum sleppt í hryssur í Húnavatnssýslunni nánar tiltekið á Gauksmýri. Þegar hann mætti á svæðið biðu 32 litríkar hryssur eftir kallinum og fjöldinn allur af folöldum. Girðingin er stór og góð en hún liggur við þjóðveginn.
Það er fjarri því að sumarið sé búið hjá Krafti. Eftir að hafa sinnt merum í Húnavatnssýslunni fram í mánaðarmótin júlí/ágúst, liggur þá leið hans austur á firði því HRAUST hefur tekið hann á leigu í seinna gangmál.
Kraftur fer norður eftir annasamt sumar og fer á Stóru-Ásgeirsá, en þar var hann í góðu yfirlæti sem tryppi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 21:19
Kraftur frá Efri-Þverá
Kraftur kom fyrst fram á kynbótasýningunni í Glaðheimum vorið 2006. Hann vakti mikla athygli og eftirtekt því ekki átti fólk von á því að þessi hestur myndi koma svona sterkur inn. Hann stóð efstur eftir sýninguna í Kópavoginum og sló 4. ára gamalt heimsmet sem Illingur frá Tóftum átti áður.
Kraftur kom hæstur inn í 4. vetra flokki stóðhesta á Landsmótið á Vindheimamelum sumarið 2006. Kraftur sannaði ágæti sín á mótinu með því sigra 4. vetra flokk stóðhesta og staðfesta einkunnina sem hann fékk í Kópavoginum. Hann kom, sá og sigraði.
Íþróttir | Breytt 27.3.2007 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)