Ný heimasíða

Tekin var ákvörðun að setja saman heimasíðu fyrir alla ræktunina á Efri-Þverá og hætta þá með síðuna hans Krafts. Endilega skoðið nýju síðuna okkar, www.efritvera.is og fáið nýjustu fréttirnar af Krafti og öllum hinum hrossunum sem koma úr okkar ræktun.

Við erum einnig búin að setja upp Facebook síðu fyrir Hrossaræktina á Efri-Þverá. Við hvetjum allt hestafólk til að fylgjast með okkur á Facebook en þar verða settar inn tilkynningar um nýjar fréttir á heimasíðunni og málefni líðandi stundar. Smelltu hér til að fara inn á Facebook síðuna okkar.

facebook-logo

 


Meyja Kraftsdóttir

Meyja mars 2011Fórum og skoðuðum Meyju um daginn. Elvar Þormarsson er með hana í tamningu á Hvolsvelli og gengur vel. Meyja er í fyrsta árganginum undan Krafti og verður fjögurra vetra í vor. Hún er í eigu pabba en hann átti líka Drótt mömmu Krafts og sameinar hann ræktunarmerar sínar í Meyju. Það verður spennandi að fylgjast með Meyju á brautinni í vor. Látum myndband fylgja með.

 


Lækjarmót í Víðidal

Nú er orðið ljóst að Kraftur verðru fyrir norðan í sumar á Lækjarmóti í Víðidal. Hann mun fara í girðinguna á næstu dögum og taka á móti hryssum þar í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að nota hestinn geta haft samband símleiðis í Sigga, 863-0603. Undir hestinn kostar 55.000 krónur með girðingargjaldi.

 


Vantar girðingu

Kraftur-fra-efri-þveraNú er út séð með að Kraftur ætlar ekki að ná að hrista veikindin almennilega af sér. ÞAr af leiðandi verður ekki hægt að sýna kappann þetta vorið. Við erum því að leita að girðingu fyrir hann.

Ef einhver hefur áhuga á að fá góðann hest í merarnar sínar þetta sumarið þá endilega hafið samband.


Bautatöltið

Kr98bautatolt3aftur og Ísólfur stóðu sig með sanni vel í gærkvöldi á Bautatöltinu á Akureyri. Þeir voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 7,17 og höfnuðu svo í öðru sæti eftir spennandi úrslit með einkunnina 7,75. Við viljum óska Ísólfi til hamingju með þennan frábæra árangur í gærkvöldi. Hér er mynd sem við fengum að láni hjá 847.is tekin af pedromyndum.

 

Ekki er búið að finna girðingu fyrir Kraft í sumar en verið er að vinna í þeim málum. Þegar þau mál eru ljós segjum við frá því hér á síðunni. Ef þið eruð með ábendingu um góða girðingu eftir Landsmót þá endilega sendið okkur línu á fitonskraftur@gmail.com eða hringið í Sigga 863-0603.


Heimsóttum Kraft

Kraftur á Hólum 23. janúar 2010 207

Fórum í Skagafjörðinn í lok janúar og kíktum á Kraft, Ísó og fjölskyldu. Fengum að sjá Kraft í reið, fyrst í höllinni en svo náðum við að plata Ísólf og Kraft út. Hesturinn er í flottu standi og þjálfunin gengur ofsalega vel. Fengum svo kaffi hjá þeim hjónum og borðuðum á okkur gat fyrir heimferð. Settum loksins inn myndirnar fá heimsókninni. Annars er hægt að sjá fleiri myndir á heimasíðu Lækjamóta í fréttum frá því í janúar, laekjamot.is.

Stefnt er á að Kraftur og Ísólfur fari saman á Bautatöltið á Akureyri 20. febrúar næskomandi.


Folatollur og folöld

Folöldin undan Krafti eru byrjuð að líta dagsins ljós. Erum búin að fá nokkrar myndir af folöldum undan Krafti sem voru að fæðast í vikunni. Setjum inn fleiri myndir við fyrsta tækifæri. Ef þið eigið myndir af afkvæmum og viljið deila þeim með okkur endilega sendið okkur svo við getum sett myndirnar hér inn.

birtufolald.jpg

Ef áhugi er fyrir því að nota klárinn þá er hægt að hafa samband við okkur eða beint við Hrossvest.is eða fet.is. Kraftur verður í fyrra gangmáli hjá Hrossaræktarsambandi Vesturlands en fer svo á Fet í seinna gangmáli. Klárinn er núna á Lækjarmóti og er fullt undir hann á húsi.  Verð á folatolli undir Kraft er 80 þúsund með öllu (sónar, girðingargjaldi og vsk inniföldu).

Hér er mynd af folaldi sem var kastað í morgun. Merin heitir Birta og er frá Bergstöðum. Folaldið er þarna nokkra klukkutíma gamalt.


Kraftur á Miðfossum

Kraftur fór í kynbótasýningu mánudaginn 25. maí sem haldin var á Miðfossum í Borgarfyrðinum. Sýningin gekk vel, hesturinn fékk 8,5 fyrir hægt tölt og 8 fyrir tölt. Hann er með 9 fyrir brokk en skv. dómsorðum er brokkið "taktgott, skrefmikið og há fótlyfta". Skeiðið er 8,5, "mikil fótahreyfing og skrefmikið". Hann fékk 8,5 fyrir vilja & geðslag og fegurð í reið "ásækni og mikill fótaburður".

Kraftur fékk 8,5 fyrir samræmi en það fær dómsorðin "hlutfallarétt" og hann fær fyrir háls/herðar/bógar 8,5 "mjúkur og háar herðar". Það ótrúlega gerðist að hesturinn hækkaði um 4 cm frá því í fyrra, úr 143 cm í 147 cm. 25 Maí 2009 134

Kraftur kom út með 8,36 fyrir hæfileika og 8,22 fyrir byggingu. Aðaleinkun 8,31.

Hægt er að sjá myndir frá sýningunni í myndaalbúminu.


Kynbótasýning

skeið 2 vefur

Nú liggur það fyrir, Kraftur fer í dóm næstkomandi mánudag á Miðfossum í Borgarfirðinum. Ísó kemur með hestinn í bæinn um helgina og ætlar að sýna honum staðhætti. Það vill svo til að það var einmitt í Borgarfirðinum sem Kraftur slasaðist síðastliðið vor og gekk því ekki heill til skógar þegar hann var sýndur. Sárin hafa gróið og hann snýr nú til baka öflugri en áður til að sýna og sanna það sem í honum býr.

Við höldum okkur fast og vonum það allra besta.


Fleiri myndir frá Hólum

tölt 7

Setti inn fleiri myndir frá heimsókn okkar til Ísólfs og Krafts á sunnudaginn. Gat búið til ljósmyndir úr myndskeiðinu sem ég tók upp en fyrir vikið eru myndirnar ekki í góðum gæðum. Gæðin eru samt það góð að myndirnar gleðja augað.

 

Ef þið viljið sjá Myndskeiðin sem ég tók upp þá getið þið valið gangtegundir hér að neðan og þá birtast þau:

Tölt, Skeið, Brokk og Brokk

 

Hér er svo myndskeið af Krafti á Landsmóti 2006 einungis 4. vetra en hann sigraði mótið með glæsibrag.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband